Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. desember 2010 Prenta

Áhersla á almenningssamgöngur.

FV gerði ályktun um að auka styrk til áætlunarflugs.Mynd:Gjögurflugvöllur.
FV gerði ályktun um að auka styrk til áætlunarflugs.Mynd:Gjögurflugvöllur.
Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var þann 6. desember s.l. voru samþykktar eftirfarandi ályktanir. 

Almenningssamgöngur:

Framlög aukin til áætlunarflugs á Bíldudal og Gjögur.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga ítrekar mikilvægi þess að framlag til stuðnings áætlunarflugs til Bíldudals og Gjögurs verði aukið enda lykilþáttur í almenningssamgöngum á þessum svæðum. 

Póstdreifing á Vestfjörðum:

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir harðlega þeirri skerðingu á þjónustu sem útverðir byggðar í landinu hafa orðið fyrir, m.a. nú nýlega í tengslum við póstdreifingu.  Nauðsynlegt er fyrir búsetu og uppbyggingu atvinnulífs að þjónusta sé jöfn fyrir alla landsmenn.

 

Tenging norður og suðursvæðis Vestfjarða grundvöllur aukinnar samvinnu sveitarfélaga:

Stórt skref verður stigið á komandi áramótum í eflingu samstarfs sveitarfélaga á Vestfjörðum með stofnun byggðasamlags um málefni fatlaðra. Af því tilefni vill stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga ítreka fyrri samþykktir um mikilvægi heilsárs samgagna á milli norður og suðursvæðis Vestfjarða.

 

Húshitun,upptaka orkuskatts til jöfnunar búsetuskilyrða á Íslandi:

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga, tekur undir ályktun samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum um að fundin verði varanlegan lausn á jöfnun á húshitunarkostnaðar á meðal landsmanna.  Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga beinir þeirri tillögu til stjórnvalda að tekinn verði upp skattur á orkuframleiðslu sem nýttur verði til stofnunar orkujöfnunarsjóðs, sem hefði það hlutverk að jafna raforkukostnað til húshitunar að fullu.  Stjórnin bendir á að samkvæmt upplýsingum Orkuseturs hjá Orkustofnun hefði 10 aurar skattur á hverja framleidda kílóvattsstund gefið um 1,7 milljarða á síðasta ári.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Veiðileysa-11-09-2002.
  • Melar I og II.
  • Þá fer langa súlan út.
  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
Vefumsjón