Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. september 2010 Prenta

Áherslur lögreglunnar á Vestfjörðum.

Ekki er ráðlegt að tala í farsíma undir stýri nema með handfrjálsum búnaði.
Ekki er ráðlegt að tala í farsíma undir stýri nema með handfrjálsum búnaði.

Lögreglan á Vestfjörðum á haustdögum 2010.

Nú þegar haustar og daginn tekur að stytta eru börnin stór og smá á leið til og frá skóla, sum hver í fyrsta sinn.  Þá er mikilvægt að við sem eldri erum hugum vel að þessum ungu vegfarendum sem ekki þekkja til þeirrar hættu sem fylgir umferð ökutækja. Því er mikilvægt að við ökum varlega og sýnum vegfarendum sérstaka tillitssemi og varúð.   

Í gangi er átak um allt land undir nafninu GÖNGUM Í SKÓLANN og má búast við aukinni umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Lögregla mun fylgjast vel með notkun endurskinsmerkja og að öryggishjálmar séu notaðir við hjólreiðar.

Þá mun lögregla fylgjast með því að reglur um útivistartíma barna og unglinga séu virtar og hvetur foreldra til að kynna börnunum þessar reglur og fyrir foreldra að fara eftir þeim.

Lögreglan á Vestförðum  leggur áherslu á að ökumenn einbeiti sér að akstrinum en eftirlit verður með, notkun ökumanna á GSM símum, ljósabúnaði bifreiða og öryggisbeltanotkun. Því miður er ólögleg notkun farsíma allt of algeng og enn sést að menn aka án þess að spenna beltin. 

Þá mun lögregla herða eftirlit með því að bifreiðum sé lagt löglega en eftir atvikum verður farið hægt af stað og ökumenn áminntir áður en gripið verður til sektarbókarinnar. 

Vegfarendum er óskað velfarnaðar í umferðinni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Allir fara í kaffi og mat í Bæ hjá Guðbjörgu.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
Vefumsjón