Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. september 2013 Prenta

Álagablettir.

Laugardaginn 7. september klukkan 20:00 verður opnuð sögu-og listasýningin Álagablettir.
Laugardaginn 7. september klukkan 20:00 verður opnuð sögu-og listasýningin Álagablettir.

Laugardaginn 7. september (þjóðtrúardaginn mikla, 7-9-13) klukkan 20:00 verður haldin kvöldskemmtun í Sauðfjársetrinu á Ströndum. Þar verður opnuð sögu-og listasýningin Álagablettir, auk þess sem flutt verður tónlist og ýmis skemmtilegur fróðleikur. Sýningin mun verða uppi á listasviðinu í Sævangi út næsta sumar. Dagrún Ósk Jónsdóttir á Kirkjubóli hefur haft veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar, með dyggri aðstoð föður síns. Mun Dagrún og þjóðfræðingarnir Rakel Valgeirsdóttir og Jón Jónsson miðla fróðleik um álagabletti á opnunni.

Frítt verður inná skemmtunina sjálfa og sýninguna, en á boðstólnum í Kaffi kind verður dulmagnað kvöldkaffi sem kostar 1000 kr. á mann. Allir eru hjartanlega velkomnir!

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Úr sal.
  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Árneskirkja sú yngri:20-06-2010.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
Vefumsjón