Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. júlí 2009 Prenta

Allt fór vel fram á fyrsta degi Hamingjadaga.

Mynd strandir.is
Mynd strandir.is
1 af 4
Allt fór vel fram á fyrsta degi Hamingjudaga á Hólmavík sem hófust formlega í gærkvöldi. Meðal dagskrárliða í gær var fjölmennt mótorkrossmót í Skeljavíkurbraut, diskótek fyrir 12-16 þar sem DJ Danni hélt uppi stuðinu og varðeldur. Þá sá galdramaður Strandagaldurs um að setja hátíðina formlega. Þá voru stórtónleikar með Gunnari Þórðarsyni, sem er hólmvíkingur að uppruna  og kom nú í fyrsta skipti fram á Hamingjudögum. Þá léku þeir Bjarni Ómar og Stefán Jónsson fyrir dansi á Café Riis. Talið er að á fimmta hundrað manns hafi verið við varðeld og brekkusöng þar sem presthjónin Sigga og Gulli héldu upp fjörinu ásamt Gunnari Þórðarsyni. Að sögn Björgunarsveitarmanna var allt með friði og spekt á tjaldsvæðinu í nótt. Búast má við að gestum Hamingjudaga fjölgi jafnt og þétt í dag, en mikil skemmtidagskrá er framundan sem líkur með Hamingjudansleik í kvöld með hljómsveitinni Von. Á morgun verða síðan furðuleikar í Sauðfjársetri á Ströndum en þeir eru jafnan einn af hápunktum Hamingjudaga.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Agnes komin uppundir Hjallskerin í Ávíkinni.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
Vefumsjón