Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. júlí 2008
Prenta
Allt stopp í heyskap vegna rigninga.
Nú er allt stopp í heyskap hér í Árneshreppi vegna bleytutíðar síðan á laugardag og eiga nokkrir bændur hey á túnum sem slegið var á föstudag og náðist ekki að setja í rúllur fyrir rigninguna.
Bændur hafa verið að keyra heim rúllum af túnum nú í bleytunni.
Spáð er rigningu eða súld hér á þessum slóðum fram á miðvikudag og ætti að verða sæmillegt og þurrt veður eftir það.
Bændur hafa verið að keyra heim rúllum af túnum nú í bleytunni.
Spáð er rigningu eða súld hér á þessum slóðum fram á miðvikudag og ætti að verða sæmillegt og þurrt veður eftir það.