Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. febrúar 2011 Prenta

Alltaf ótíð.

Litla-Ávík.Ótíð er búin að vera og ekkert flug í viku.
Litla-Ávík.Ótíð er búin að vera og ekkert flug í viku.
Þessa viku er óhætt að segja með sanni að rysjótt veðurfar hafi verið og er,helst lítur út fyrir eftir veðurspám að slakki eitthvað í veðrinu á laugardag og verði sæmilegt fram yfir næstu helgi.

Ekkert hefur verið hægt að fljúga til Gjögurs þessa viku,en síðast var flogið þangað á fimmtudaginn 27 janúar og ekkert útlit fyrir að hægt verði að fljúga fyrr en á morgun í fyrsta lagi eða jafnvel ekki fyrr en á laugardag.

Í dag er Suðvestan stormur með éljum og hárenning (skafrenning) og miklum stormkviðum.

Svona fljótt á litið hafa kviður farið upp í  34 m/s á Gjögurflugvelli og í Litlu-Ávík uppí 32 m/s þótt jafnavindur sé ekki meiri enn 20 til 23 m/s.Frostið í dag hefur verið -1 til -3 stig.

Suðvestanáttin er alltaf slæm hér um slóðir,mjög kviðótt og vindur mjög misjafn.

Versta veðrið var í morgun og fram á hádegið aðeins hægari er nú um miðjan dag en á að hvessa aftur í kvöld.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Veggir feldir 19-06-2008.
  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
Vefumsjón