Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. júlí 2009 Prenta

Ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkt á stjórnarfundi 8. júlí 2009.

Frá vegagerð í Árneshreppi.
Frá vegagerð í Árneshreppi.
Á stjórnarfundi í Fjórðungssambandi Vestfirðinga þann 8. júlí s.l. voru til umfjöllunar áhrif efnahagsmála á vöxt og viðgang í vestfirskum samfélögum.  Samþykkt var ályktun í tveim liðum, annarsvegar um samgöngumál en hinsvegar um efnahagsmál.  Nánari upplýsingar og viðtöl veitir formaður stjórnar Anna Guðrún Edvardsdóttir í síma 864 0332. 

Samgöngumál.


Vestfirðingar hafa um áratugaskeið beðið eftir að lokið væri uppbyggingu nútíma vegasamgangna innan fjórðungsins og tengingu við aðra landshluta.  Í gildandi vegaáætlun 2007-2010 og í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar á árinu 2007 vegna þorskaflasamdráttar , mátti loks sjá fyrir endann á helstu verkefnum. Vegna stöðu efnahagsmála þurfa stjórnvöld að skera niður í öllum málaflokkum og er ljóst að nýframkvæmdir í vegagerð munu dragast saman.  Því verður að leggja höfuðáherslu á að við ákvarðanir um vegaframkvæmdir næstu tvö árin, verði byggðir upp þeir hlutar vegakerfisins sem setið hafa á hakanum mörg undanfarin ár.  Vegir þessir eru sumir hverjir orðnir hálfrar aldar gamlir og koma í veg fyrir eðlileg samskipti milli þéttbýlisstaða á Vestfjörðum yfir vetrartímann.  Þetta er staða sem engin önnur samfélög þurfa að  búa við hér á landi.

 

Í umræðu um stórframkvæmdir á vegum hins opinbera sem viðbrögð við efnahagaástandi hefur ekki verið minnst á verkefni á Vestfjörðum. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga krefst(því þess að litið verði í þessu samhengi til tveggja verkefna,annarsvegar á framkvæmdir við Vestfjarðaveg 60 um Barðastrandarsýslur, frá Flókalundi að Bjarkalundi, og hinsvegar til jarðganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. 

 

Efnahagsmál.

Á síðustu árum hefur átt sér stað uppbygging stofnana á sviði rannsókna,  menntunar og nýsköpunar í opinberri þjónustu  á Vestfjörðum. Þar á meðal eru verkefni sem sett voru af stað á grundvelli tillagna Vestfjarðanefndar vorið 2007 og í mótvægisaðgerðum vegna þorskaflasamdráttar.  Saman tekið eru þetta ekki mörg störf talið hjá ríkinu en í héraði eru þetta mikilsverð störf sem hafa margþætt áhrif á atvinnulíf og samfélag.  Á grundvelli þessara aðgerða stjórnvalda og  heimamanna hefur tekist að auka fjölbreytileika í atvinnulífi á Vestfjörðum og bæta verulega við þekkingu á ýmsum sviðum.  Sú uppbygging hefur reynst  andsvar við viðvarandi samdrætti í sjávarútvegi og landbúnaði, með tilheyrandi fólksfækkun og minnkandi umsvifum.  Í ljósi efnahagsástands er ljóst að leitað er allra leiða í sparnaði og skilningur er fyrir því í héraði, en um leið verður að gera þá kröfu að verkefnin séu skoðuð hvert og eitt fyrir sig og í því samhengi sem stofnað er til þeirra, en þau ekki tekin af í heild sinni.

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga telur að framangreindar áherslur verði kjarni í sóknaráætlun fyrir Vestfirði sem hluti af sóknaráætlun fyrir Ísland.  Lýsir stjórn Fjórðungssambandsins sig á allan hátt reiðubúin til samstarfs við stjórnvöld á þeim grundvelli.

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason og Ólafur Thorarensen.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
Vefumsjón