Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. apríl 2010 Prenta

Ályktun um Dýrafjarðargöng og Vestfjarðaveg 60.

FV.Skorar á samgöngunefnd Alþingis.
FV.Skorar á samgöngunefnd Alþingis.
Fréttatilkynning;

 Á fundi samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga 26. apríl 2010 tók nefndin til umfjöllunar tillögur er varða framkvæmdir við Vestfjarðaveg 60 og Dýrafjarðargöng.  Nefndin samþykkti neðangreinda ályktun sem send verður samgöngunefnd Alþingis auk fleiri aðila. Nefndin mun síðar fjalla um aðra þætti samgönguáætlunar 2010-2012 og birtir þá síðar...  

Áskorun vegna Dýrafjarðarganga og Vestfjarðavegar 60.

Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfjarða skorar á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á Samgönguáætlun áranna 2009 - 2012 framlög til Dýrafjarðarganga, og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðargöngum sem næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum. 

 

Ekki ætti að þurfa að rökstyðja mikilvægi Dýrafjarðarganga fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum, svo mjög sem rætt hefur verið um samgönguerfiðleika á milli Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu á undangengnum áratugum. Dýrafjarðargöng eru forsenda allra áætlana um uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu og opinberrar stjórnsýslu á Vestfjörðum, hvort heldur litið er til Sóknaráætlunar 20/20, Byggðaáætlunar, samvinnu eða sameiningar sveitarfélaga eða annarra opinberrar þjónustu.

 

Dýrafjarðargöng og uppbygging vegar um Dynjandisheiði sameinar byggðir Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu í eitt atvinnu- og stjórnsýslusvæði og er alger forsenda þess að opinberar áætlanir um uppbyggingu á Vestfjörðum nái fram að ganga. Frestun Dýrafjarðarganga, þó ekki sé nema um nokkur ár, mun reynast samfélaginu dýr.

 

Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga vill minna á að framlög til vegar um Barðastrandarsýslu á milli Bjarkalundar og Flókalundar hafa áður verið ákveðin og Dýrafjarðargöng eiga ekki að hafa áhrif á þá stefnu að koma byggðum Barðastrandarsýslu í heilsársvegasamband við þjóðvegakerfi landsins. Nú er útlit fyrir að Vesturbyggð og Tálknafjörður verði einu þéttbýlissvæði á landinu sem enn hafa ekki nútímavegasamband við aðra landshluta að tveim árum liðnum, hvort heldur er sunnan Breiðafjarðar eða norðan.  Vestfirðingar skora á Alþingi að sýna vilja í verki með því að samþykkja úrbætur í þessum efnum á samgönguáætlun nú þegar.

Fjórðungssamband Vestfirðinga

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
Vefumsjón