Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. janúar 2009 Prenta

Ályktun um snjómokstursreglur.

Frá snjómokstri í Norurfirði.
Frá snjómokstri í Norurfirði.
Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga þann 14.janúar 2009 var eftirfarandi ályktun samþykkt:

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga óskar eftir endurskoðun á reglum um snjómokstur Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði og vegarins norður í Árneshrepp.  Horfa þarf til tíðarfars á vetrum fremur en dagsetningar að hausti og vori, því oft þarf lítið til að halda opnum þessum leiðum lengur en snjómokstursreglur segja til um.

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga vill benda á að Vestfirðir eru  á margvíslegan hátt ein stjórnsýslueining af stjórnvalda hálfu og hefur sameiginlegum málaflokkum fjórðungsins verið að fjölga.  Einnig má nefna að  opinberar þjónustu- og rannsóknarstofnanir þurfa að senda starfsmenn á milli svæða reglulega árið um kring auk þess sem fyrirtæki eru að reyna að bjóða þjónustu á fleiri en einu svæði.  Þeir sem leið eiga milli suður- og norðursvæðis Vestfjarða þurfa í dag að aka um 1200 kílómetra, fram og til baka, til að geta sótt og sinnt þjónustu milli þessara svæða.  Það er því ekki óeðlilegt að óskað sé eftir að reglubundinn snjómokstur sé tryggður eins og kostur er, sem og nauðsynlegt fjármagn.  Að öðrum kosti eru stjórnvöld komin í mótsögn við eigin stefnu og framtíðarsýn fyrir svæðið. Svipað á við  um Árneshrepp, en íbúar hreppsins geta ekki nýtt sér landsamgöngur stóran hluta ársins.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Naustvík 17-08-2008.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
Vefumsjón