Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. júní 2009 Prenta

Ár frá brunanum mikla á Finnbogastöðum.

Elín og dóttirin Jóhanna afhenda Munda bókina Strandamenn Æviskrár.
Elín og dóttirin Jóhanna afhenda Munda bókina Strandamenn Æviskrár.
1 af 3
Nú í dag er eitt ár frá brunanum mikla á Finnbogastöðum,þar sem Guðmundur Þorsteinsson slapp naumlega út enn missti allt sitt,og einnig hundana sína tvo.

Guðmundur hefur dvalið í Bæ hjá systur sinni á meðan að uppbyggingu stóð,og smiðir og aðrir sem komu að til að vinna í húsinu héldu til og voru í fæði hjá Guðbjörgu Þorsteinsdóttur.

Nú er Guðmundur Þorsteinsson á Finnbogastöðum fluttur inn þótt ókláruð séu svo sem loft nema í svefnherbergisálmu,í eldhúsi er Mundi komin með allar græjur en skápahurðir vantar enn.Í stofu er komið sjónvarp og stólar en allt óklárað þar.

Mundi flutti inn um sauðburðinn eða 21 maí,enda styttra í fjárhúsin og sofið var á dýnum á gólfinu.Dóttir Munda Linda kom heim um miðjan maí í sauðburðinn hjá föður sínum og fór hún strax að sofa í nýja húsinu sem og Þorsteinn sonur Munda og Guðbrandur fóstursonur hans,en hann vann mikið í húsinu í vetur og vor.

Fyrsta póst fékk Mundi á Uppstigningadag 21 maí,þegar Jón Guðbjörn færði honum fyrsta póst í nýja húsið á Finnbogastöðum.

Nú er komin nýr köttur sem hlotið hefur nafnið Lína,og einnig er þar nú hundur sem Þorsteinn Guðmundsson á sem heitir Perla,enn verður ekki þar til frambúðar.

Þannig að heimilisdýr eru komin sum til að vera enn önnur um tíma.

Í dag færði Elín Agla Briem skólastjóri ásamt dótturinni Jóhönnu,Guðmundi bókina Strandamenn Æviskrár 1703-1953.

Hrafn gat ekki verið við vegna þess að hann er að standsetja Skákmótið sem verður í Djúpavík um helgina.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Kallahús(Regínuhús Gjögri-05-07-2004.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Afmælisbarnið síunga ásamt gestum.
Vefumsjón