Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. desember 2010 Prenta

Áramótaveður.

Mynd tekin af Ingibjörgu Jónsdóttur í ísflugi í desember.Strandafjöll.
Mynd tekin af Ingibjörgu Jónsdóttur í ísflugi í desember.Strandafjöll.
Veðurspáin frá Veðurstofu Íslands er nú ekkert svo slæm fyrir okkar svæði hér á Ströndum fyrir kvöldið í kvöld,jafnvel léttskýjað í kvöld með hægum vindi,því ætti að viðra sæmilega til að skjóta upp flugeldum og ættu þeyr að sjást víða að.Annars er veðurspáin hér fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:.

Norðaustan 5-10 og stöku él, en hægari austlæg átt og léttskýjað í kvöld. Frost 0 til 6 stig. Sunnan 5-10 síðdegis á morgun og dálítil slydda eða snjókoma og hiti kringum frostmark.

 

Veðurhorfur á landinu næstu daga.Á sunnudag:
Suðvestlæg átt, 5-10 og rigning eða súld með köflum, en þurrt að kalla NA-til. Hiti 0 til 6 stig, svalast NA-til.

Á mánudag:
Heldur vaxandi norðlæg átt og kólnandi veður, 10-15 m/s um kvöldið. Snjókoma eða él, en þurrt að kalla syðra.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Norðlæg átt og kalt í veðri. Dálítil él norðaustantil, en þurrt og bjart að mestu sunnan- og vestanlands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón