Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. febrúar 2011 Prenta

Arinbjörn er Strandamaður ársins 2010.

Arinbjörn byggði tvö smáhýsi í Norðurfirði til útleigu.
Arinbjörn byggði tvö smáhýsi í Norðurfirði til útleigu.
Allan janúarmánuð hafa Strandamenn keppst við að hugsa um það sem vel var gert í samfélaginu á síðasta ári í tengslum við kjör á Strandamanni ársins 2010. Nú liggur niðurstaðan í þeirri kosningu fyrir og stóð Arinbjörn Bernharðsson frá Norðurfirði uppi með heiðurinn og er réttnefndur Strandamaður ársins. Arinbjörn stóð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í Árneshreppi á árinu 2010 og reisti í sumar tvö sumarhús í Norðurfirði á vegum fyrirtækisins Urðartinds ehf. 

Í umsögnum þeirra sem tilnefndu Arinbjörn sem Strandamann ársins kom skýrt fram að ferðaþjónustan í Norðurfirði hefur "slegið í gegn" og Arinbjörn hyggur á frekari uppbyggingu. Þá hefur hann unnið að atvinnuuppbyggingu við útgerð á Drangsnesi. Arinbjörn er í umsögnum sagður "efnilegasti ferðaþjónustubóndi ársins", "snillingur" sem "sýnir í verki hvar hjarta hans slær" og hefur "fjárfest manna mest á Ströndum". Hann er sagður "flottur karl" og "feikna öflugur trésmiður" sem "vandar vel til verka" og hefur "lagt mikið á sig til að auka ferðamannastraum á Strandir".
Nánar á www.strandir.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Naustvík 11-09-2002.
  • Húsið fellt.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
Vefumsjón