Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. október 2011 Prenta

Árlegur samráðsfundur snjóathugunarmanna.

Snjóflóð úr Staðarhólshnjúki.Siglufirði.Mynd af vef Veðurstofu Íslands.
Snjóflóð úr Staðarhólshnjúki.Siglufirði.Mynd af vef Veðurstofu Íslands.

Í gær 13. október og í dag 14. október stendur yfir árlegur samráðsfundur snjóathugunarmanna og snjóflóðavaktar á Veðurstofunni í Reykjavík.

Á vegum Veðurstofunnar og sveitarfélaga eru starfandi tuttugu snjóathugunarmenn víða um land og við upphaf snjóflóðavaktar, ár hvert, hittast þeir ásamt öðru ofanflóðastarfsfólki Veðurstofunnar á fundi þar sem rætt er um mál sem tengjast vöktun á snjóflóðum og skriðuföllum. Þar fá athugunarmenn einnig þjálfun og fræðslu.

Eitt opið erindi var á fundinum kl. 15:00 í gær, fimmtudaginn 13. október, í aðalstöðvum Veðurstofunnar við Bústaðaveg. Þá mun Oddur Pétursson á Ísafirði halda erindi um starf snjóathugunarmanna, fyrr og nú, en nafn hans er samofið snjóflóðamálum á Íslandi í áratugi.

Föstudaginn 14. október fer meðal annars fram kynning á starfsemi Veðurstofunnar fyrir snjóathugunarmenn.

Nánar hér á vef Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Rafmagnstafla komin upp.12-12-2008.
  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
Vefumsjón