Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. september 2008 Prenta

Árneshreppsbúar berjabláir.

Á berjamó.
Á berjamó.

 Mikil berjaspretta hefur verið í sumar hér á Ströndum bæði Krækiber og Aðalbláber.

Eldra fólk man varla annað eins í mörg herrans ár.

Það má segja að berin eru alstaðar mjög mikil þar sem berjalyng er á annað borð.

Fólk hér í Árneshreppi hefur farið mikið til berja nú þegar hallar sumri og haust að ganga í garð,og sjást margir berjabláir Árneshreppsbúar þessa dagana.

Húsmæður búa til saft og sultur og einnig berjahlaup úr berjunum.

Eins og meðfylgjandi mynd sýnir er krökt af berjum þótt myndin hafi ekki verið tekin þar sem mest er af berjum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Litla-Ávík.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
Vefumsjón