Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. október 2007 Prenta

Árneshreppur.

Loftmynd Árneshreppur,mynd Landmælingar Íslands.
Loftmynd Árneshreppur,mynd Landmælingar Íslands.
Magnús Ólafs Hansson ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum sendi fréttavefnum Litlahjalla þessa nákvæmu og skemtilegu lýsingu
um Árneshrepp.

Fyrir þá sem ekki vita er Árneshreppur nyrsta sveitarfélagið í Strandasýslu og afskaplega landmikið. Í suðri nær hreppurinn frá Spena undir Skreflufjalli á milli eyðibýlanna Kaldbaks og Kolbeinsvíkur og að norðanverðu að Geirólfsgnúp fyrir norðan Skjaldabjarnarvík.
Speni er örnefni í Árneshreppi á Ströndum norður. Um er að ræða nafnið á stórum hól þar sem mörkin eru á milli Árneshrepps á Ströndum norður og Kaldrananeshrepps. Nafnið dregur hóllinn af því að hann er eins og konubrjóst í laginu, með öllu tilheyrandi. Þjóðsaga er til um hólinn Spena þar sem segir að hann hafi orðið til með þeim hætti að tröllkona hafi spyrnt fram skriðu úr fjallinu.
Árneshreppur er stundum nefndur Víkursveit eftir búsældarlegasta hluta sveitarfélagsins, Trékyllisvík, og er það fornt nafn á hreppnum. Trékyllisvík var vettvangur hörmulegra atburða á tímum galdraofsókna á 17. öld, en þar voru þrír galdramenn brenndir árið 1654 í klettagjá sem kallast Kistan.
Á svæðinu urðu til vísar að þéttbýli á 20. öld í Kúvíkum, Gjögri og Djúpavík, einkum í tengslum við hákarlaveiðar og síldveiðar, og eru þar miklar menjar um atvinnulíf og mannlíf.
Gjögur er fornfræg veiðistöð í Árneshreppi á Ströndum norður, þar var vísir að þorpi á 20. öld. Nú býr þar enginn lengur allt árið, en nokkuð er um að fólk hafi þar sumardvöl. Gjögur er utan við Sætrafjall á Reykjanesi, milli Trékyllisvíkur og Reykjarfjarðar. Þar var fræg hákarlaveiðistöð á síðustu öld og margir voru þar í verbúðum yfir veiðitímabilið. Gengu þá oft þaðan 15-18 opin skip til hákarlaveiða samtímis og voru 7-11 menn á hverju skipi. Við Gjögur er bryggja og flugvöllur og þar hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1994.
Ekkert aðalskipulag er í gildi, en samkvæmt lögum þarf að vera búið að vinna slíkt árið 2008. Verslunarstaður er í Norðurfirði, rekinn af Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík.

(Upplýsingar Frjálsa alfræðiritið)
Magnús Ólafs Hansson.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Íshrafl í fjörinni í Ávík.28-12-2001.
  • Frá snjómoksri inn með Reykjarfirði.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
Vefumsjón