Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. janúar 2011 Prenta

Árneshreppur fær minnst.

Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi.
Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi.
Rúmar 212 milljónir króna koma í hlut vestfirskra sveitarfélaga í áætlaðri úthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2011.Er þá talin með leiðrétting vegna ársins 2009.Minnst kemur í hlut Árneshrepps eða tæpar 2 milljónir en þar er fámennasti skóli landsins.

Annars er úthlutun til sveitarfélaga þessi í Strandasýslu.

Árneshreppur fær 1.947.312 kr-Kaldrananeshreppur fær 7.647.551 kr-Strandabyggð fær 35.589.143 kr og Bæjarhreppur fær 12.814.037 kr í sinn hlut.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 17. desember síðastliðinn um áætlaða úthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2011.
Nánar má sjá um úthlutun á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir.Skólastjóri frá 2004 til 2007.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
Vefumsjón