Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. júní 2012 Prenta

Árneshreppur skuldar minnst.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.

Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð eru öll með heldur þröngan rekstur, en að sama skapi eru ekki miklar skuldir á þeim hvílandi. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðastofnunar um samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðarlögum með langvarandi fólksfækkun. Þar kemur fram að tap hafi verið á rekstri Strandabyggðar bæði árin 2009 og 2010, en veltufé frá rekstri lítillega jákvætt. Rekstur sveitarfélagsins er orðið nokkuð þungur, en skuldir og skuldbindingar eru hinsvegar um 85 og því langt undir viðmiði sveitarstjórnarlaga, sem er 150%.
Í Kaldrananeshreppi var rekstur sveitarfélagsins lítillega neikvæður á árinu 2010 og veltufé frá rekstri sömuleiðis, skuldir eru 36% af tekjum. Árneshreppur er einn minnsti sveitarsjóður landsins og velti um 34,5 milljónum króna á árinu 2010, en á móti kemur að hann er einn skuldléttasti sveitarsjóður landsins, hvort sem reiknað er í krónum eða hlutfalli af tekjum. Frá þessu var sagt á BB.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
  • Árnesey-06-08-2008.
Vefumsjón