Selma Margrét Sverrisdóttir | föstudagurinn 14. febrúar 2014 Prenta

Árshátíð félags Árneshreppsbúa

Forsala aðgöngumiða á árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður laugardaginn 22. febrúar næstkomandi frá kl: 14:00 - 16:00 í sal Lionsklúbbsins Lundar sem staðsettur er í Auðbrekku 25-27 í Kópavogi.
Árshátíðin fer svo fram laugardaginn 1. mars og verða veislustjórar Ellen Björnsdóttir frá Melum og Torfi Guðbrandsson en bæði eru þau barnabörn Torfa Guðbrandssonar, fyrrum skólastjóra við Finnbogastaðaskóla.
Dagskrá kvöldsins er glæsileg en þar ber að nefna borðsöng og happdrætti, leikarinn Halldór Gylfason mun svo sjá um skemmtiatriðin og síðast en ekki síst ber að nefna hljómsveitina Blek og byttur sem munu leika fyrir dansi.


Miðaverð fyrir þá sem ætla á borðhaldið og dansleikinn er 8500 kr.-
En fyrir þá sem einungis ætla á dansleikinn er miðaverð 2500 kr.-

selma@litlihjalli.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Bryggjan á Gjögri.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
Vefumsjón