Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. október 2012 Prenta

Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Vestfjörðum.

Viðburðurinn fer fram í Þróunarsetrinu á Ísafirði. Mynd BB.is
Viðburðurinn fer fram í Þróunarsetrinu á Ísafirði. Mynd BB.is
Helgina 12. til 14. október næstkomandi fer fram Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Vestfjörðum. Viðburðurinn er vettvangur fyrir þá sem langar að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd eða taka þátt í uppbyggingu hugmynda annarra.

Viðburðurinn er öllum opinn og það kostar ekkert að taka þátt. Yfir helgina fá þátttakendur tækifæri til þess að ná lengra með hugmyndir sínar með aðstoð fjölmargra sérfræðinga. Eins verða flutt gagnleg erindi um uppbyggingu hugmynda og stofnun fyrirtækja. Viðburðurinn er því fyrir alla þá sem hafa hugmyndir að vöru eða þjónustu, starfandi fyrirtæki og einnig þá sem langar að aðstoða aðra við uppbyggingu hugmynda. Innovit og Landsbankinn standa að viðburðinum í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og sveitarfélög á Vestfjörðum.  Eins styðja fjölmörg fyrirtæki af svæðinu rausnarlega við viðburðinn. Viðburðurinn fer fram í Þróunarsetrinu á Ísafirði. 

Atvinnu- og nýsköpunarhelgar eru að erlendri fyrirmynd, en „Startup weekend", hafa farið sigurför um allan heim. Hér á Íslandi hafa slíkar helgar verið haldnar víða um land undanfarin ár með góðum árangri. Markmið helganna er að virkja fólk til athafna og standa viðburðirnir yfir frá föstudegi til sunnudags þar sem  þátttakendur fá tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum og njóta leiðsagnar og innblásturs frá sérfróðum aðilum.

 Frekari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má finna á www.anh.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón