Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. ágúst 2009 Prenta

Bændahátíð og þuklaraball falla niður.

Þulkið verður á sínum stað á morgun.
Þulkið verður á sínum stað á morgun.
Ákveðið hefur verið að aflýsa Bændahátíð og Þuklaraballi sem vera áttu í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardagskvöldið 22. ágúst. „Það bárust bara ekki nærri því nógu margar skráningar til að skemmtunin stæði undir sér", sagði Arnar S. Jónsson í samtali við strandir.is. „Auðvitað er þetta frekar fúlt, en í staðinn vonumst við bara til að enn fleiri láti sjá sig á Hrútaþuklinu í Sævangi um daginn. Sennilega er fólk bara orðið svona miklir atvinnumenn í þuklinu; það vill frekar meta frammistöðu sína í rólegheitum um kvöldið heldur en að stíga dans." Landsmótið í Hrútadómum hefst kl. 14:00 í Sauðfjársetrinu í Sævangi á morgun laugardaginn 22. ágúst.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Gunnarshús á Eyri-24-07-2004.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
Vefumsjón