Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. september 2012 Prenta

Bændur í smalamennsku.

Fé rekið í Melarétt í fyrra.
Fé rekið í Melarétt í fyrra.

Bændur hér í Árneshreppi hafa verið að smala heimalönd sín í liðinni viku,byrjuðu þriðjudaginn 4 september og verið alla vikuna og verða fram á fimmtudag í þessari viku. Lömb virðast koma væn yfirleitt af heimalöndum bænda,allavega segir vigtin það,því öll lömb eru vigtuð á fæti áður en sleppt er á tún aftur. Smalamenn hafa fengið leiðindaveður við þessar heimsmalanir vætutíð hefur verið og er,einnig hefur verið vindasamt og er. Fyrstu leitir eru svo um næstu helgi þegar nyrðra leitarsvæðið verður leitað. Fyrri dagurinn er á föstudaginn 14.september þegar leitað er svæðið norðan Ófeigsfjarðar og seinni dagurinn á laugardaginn 15. september,þá leitað frá Ófeigsfirði og réttað verður í Melarétt seinnipartinn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Árnes II-23-07-2008.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
  • Söngur.
  • Nýr ljósastaur komin upp,13-11-08.
Vefumsjón