Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. september 2010 Prenta

Bændur smala heimalönd.

Fé rekið í átt að Ávíkurá.
Fé rekið í átt að Ávíkurá.
1 af 5
Á föstudaginn 3 september byrjuðu bændur að smala heimlönd sín.

Byrjað var að þessu sinni að smala Naustvíkurskörð og niður til Trékyllisvíkur og rekið inn í Bæ.

Einnig var þann dag smalað Finnbogastaðalandið.

Á laugardag voru smalaðir Bæjar og Árnesdalurinn,og fé rekið inn í Bæ og Árnesi 2.

Í dag var smalað eyðibýlið Stóra-Ávík og rekið inn í Litlu-Ávík,síðan var smalað hluti Gjögurlands til Kjörvogs.

Síðan er öllu fé sleppt út á heimatún eftir að búið er að sortera féð og  vigta lömbin.

Bændur segja erfitt að eiga við féð í þessum hitum,fé vill ekki niður og eða gefst fljótt upp.

Svona mun þetta ganga fyrir sig í næstu viku haldið áfram að smala heimalönd fram að fyrstu skyldu leitum,en norðursvæðið verður leitað dagana 10 og 11 september og réttað á Melum síðari daginn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Bærin Íngólfsfjörður-24-07-2004.
  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
  • Gunnar Njálsson-Gestur Sveinbjörnsson og Áslaug Guðmundsdóttir.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Lítið eftir.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
Vefumsjón