Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. nóvember 2009 Prenta

Bændur taka inn féið.

Gunnar Dalkvist Guðjónsson í Bæ við rúning.
Gunnar Dalkvist Guðjónsson í Bæ við rúning.
1 af 3
Nú er sá tími komin að bændur eru að fara að hísa féið.Fyrir nokkru voru hrútar teknir inn og rúnir,einnig ásetnings lömb,og þaug rúin.Þetta er svona á svipuðum tíma og í fyrra eða um viku seinna,eitthvað misjafnt eftir bæjum.

Nú eru bændur að taka fullorðna féið inn smátt og smátt til að rýja það,en ærnar verða helst að vera þurrar þegar rúið er,og er féið haft úti sem ekki er hægt að rýja strax ef þurrt er og sett inn að kvöldi.

Þannig að nú fer allt fé að vera komið á gjöf.

Öll ull fer til Ístex sem hefur hækkað ullarverð til bænda að meðaltali um 8% eins og hefur komið fram hér á vefnum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Melar I og II.
  • Bærin Íngólfsfjörður-24-07-2004.
  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Klætt þak 11-11-08.
Vefumsjón