Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. júlí 2017 Prenta

Bændur vilja Birtu í veðurfregnir.

Birta Líf Kristinsdóttir Veðurfræðingur. Mynd VÍ.
Birta Líf Kristinsdóttir Veðurfræðingur. Mynd VÍ.

Bændur hafa minnst á það við fréttamann Litlahjalla og veðurathugunarmann í Litlu-Ávík, að þeir vildu fá Birtu Líf Kristinsdóttir veðurfræðing í veðurfregnir í RÚV sjónvarpsfréttum aftur. Þeir segja að Sigurður Jónsson og Hrafn Guðmundson feðurfræðingar séu ómögulegir,bara með lægðir og úrkomu í kortunum. Í daginn þegar Birta Líf lýsti veðurlýsingu í sjónvarpsfréttum gerði nokkuð gott veður og úrkomulítið og náðu bændur þá þessu litla heyji upp í rúllur sem búið er að ná. Enn nú biðla bændur til Birtu Lífar að fara nú að lýsa veðurfregnum aftur, þá með hæð yfir landinu og úrkomulausu veðri, svo sé nú hægt að fara að hugsa um heyskap að einhverju viti aftur hér á Ströndum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Veggir feldir 19-06-2008.
  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
Vefumsjón