Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. janúar 2005
Prenta
Bætt við snjómoksturstækjum.
Á mánudaginn var var settur snjóblásari á traktorinn í Bæ sem er stór Massey Ferguson 4255 og 95 hestöfl nýleg vél.Vegagerðin hefur geymt snjóblásara á Gjögurflugvelli sem var til vara ef blásarinn bilaði sem notaður er við mokstur flugbrautar.Blásarinn er útbúin með sér mótor sem er 160 hestöfl sem var settur aftan á þrýtengi traktors og blásarinn á ámoksturstæki traktors að framan allt er vökvaknúið frá þessum mótor,þannig að traktorinn ber aðeins tækin uppi.Vélamaður á þessari vél er Gunnar G Dalkvist bóndi í Bæ í Trékyllisvík.