Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. ágúst 2017 Prenta

Bátur brann í höfninni í Norðurfirði.

Eyjólfur brunninn.
Eyjólfur brunninn.
1 af 3

Báturinn Eyjólfur Ólafsson HU-100 sem er 7. tonna plastbátur brann til kaldra kola í höfninni í Norðurfirði í morgun. Eigandi bátssins Baldvin Gunnarsson ásamt tveim öðrum komu í land uppúr klukkan fjögur í nótt vegna brælu, en ætluðu út aftur seinna í morgun. Þeyr skruppu í sundlaugina á Krossnesi til að slappa af í einhvern tíma, enn fengu þá tilkynningu fyrir sjö að kviknað væri í bátnum.

Það var Lilja Björk Benediktsdóttir útibústjóri Kaupfélagsins á Norðurfirði sem varð vör við reyk og eld í bátnum fyrir sjö í morgun. Slökkvilið Hólmavíkur kom og slökkti eldinn, sem var lokið fyrir tíu í morgun. Einnig kom sjúkrabíll frá Hólmavík, en engin slasaðist því enginn var um borð þegar eldurinn blossaði upp. Eins og sjá má af myndunum var lítið eftir af bátnum um hálftíu í morgun þegar fréttamaður tók myndirnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Drangavík 18-04-2008.
  • Drangar-12-08-2008.
  • Skemmtiatriði.Söngur.
  • Þakjárn komið á mikið til á bílskúr,22-11-08.
Vefumsjón