Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. júní 2011 Prenta

Birnan var þriggja ára.

Hvítabjörninn sem feldur var í Rekavík.Mynd Landhelgisgæslan.
Hvítabjörninn sem feldur var í Rekavík.Mynd Landhelgisgæslan.

Hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík á Hornströndum 2. maí sl. var ung birna. Dýrafræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum segir að hún hafi verið 95 kílóa og 173 cm á hæð. Birnan var ekki smituð af tríkínum en í maga fannst sníkjuþráðormur sem oft finnst í maga til dæmis kampsels og hringanóra.

Karl Skírnisson dýrafræðingur segir í tilkynningu að mikilvægt sé að hindra að tríkínur nái fótfestu hér á landi, en Ísland sé eitt fárra landa þar sem þessir sníkjuormar, sem reynst geti mönnum lífshættulegir, sé ekki landlægir.

Karli var fengið að sjá um rannsóknir á dýrinu. Hún var gerð í samvinnu við Ólöfu Guðrúnu Sigurðardóttur, dýralækni og dýrameinafræðing á Keldum og Þorvald Björnsson, hamskera Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Hann segir að aldursgreining birnunnar, sem byggi á talningu árhringja á tannrótum, sýndi að birnan var ríflega þriggja ára (talin fædd í janúar 2008).
Hér má sjá fréttatilkynninguna í heild.
Þetta kom fram á vef Morgunblaðsins í gær.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Kaupfélagshúsin á Norðurfirði 10-03-2008.
  • Vignir Maríasson frá Felli.
Vefumsjón