Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. febrúar 2014 Prenta

Bjarnarfjarðarhálsstöðin feðruð.

Myndin er af sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli.
Myndin er af sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli.

Nokkuð hefur verið rætt um það manna á meðal hvar þessi sjálfvirka veðurstöð er á Bjarnarfjarðarhálsi,sem oft er lesin upp í veðurskeytum og er oft með mesta vind á landinu,og eða mikinn vind sérstaklega í NA. Nú hefur vefurinn fengið upplýsingar um þessa stöð bæði frá Orkubúi Vestfjarða sem á stöðina og setti hana upp,og frá Veðurstofunni. Menn héldu alltaf að þessi stöð væri við þjóðveginn sem liggur yfir Bjarnarfjarðarháls,( sem hét áður fyrr Bassastaðaháls),til Bjarnarfjarðar,en svo er ekki. Stöðin mun vera fyrir ofan Kleyfar og eða Hellu á Selströnd þar uppá Bjarnarfjarðarhálsi. „Samkvæmt Sölva Sólbergssyni framkvæmdastjóra orkusviðs hjá Orkubúi Vestfjarða voru settar upp tvær veðurstöðvar önnur á Bjarnarfjarðarhálsi og hin á Arnkötludalsheiði. Mælt er hitastig, loftþrýstingur, rakastig og vindur. Þarna er eingöngu verið að horfa til nýtingu vindsins og tengist ekki þörfum almennings.  Svokallað „Vindatlas“ sem til er yfir allt landið, tekur tillit til landslags. Þessar mælingar eru ætlaðar til að sannreyna vindatlasið. Einnig segir hann að það hefði mátt nefna stöðina Hellustöð. Það liggur ekki fyrir hvað mælarnir verða lengi uppi segir Sölvi enn fremur.“

 

Eigandi

Orkubú Vestfjarða

Tegund

Sjálfvirk veðurstöð

Stöðvarnúmer

2480

Skammstöfun

BJAFH, (bjafh)

Spásvæði

4 - Strandir og Norðurland vestra

Staðsetning

65°43.703N, 21°34.305V, (65.728386, 21.57175)

Hæð yfir sjó

139 m

Hæð loftvogar

140.5 m

Hæð vindmælis yfir jörð

11.5 m

Upphaf veðurathugana

2013

(upplýsingar gagnabrunnur Veðurstofu Íslands.)

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
  • Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti.
  • Afmælisbarnið síunga ásamt gestum.
Vefumsjón