Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. mars 2010 Prenta

Björg sótti kjörgögn í Árneshrepp.

Björgunarsveitarmenn komust á móti öðrum jeppa sem kom úr Árneshreppi.Mynd Óskar Torfason.
Björgunarsveitarmenn komust á móti öðrum jeppa sem kom úr Árneshreppi.Mynd Óskar Torfason.
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum var ekki opnaður í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslunu á laugardaginn. Björgunarsveitin Björg á Drangsnesi var í staðinn beðin að sækja kjörgögn norður í Árneshrepp og koma þeim í hendurnar á lögreglunni á Hólmavík að loknum kjörfundi í Árnesi. Ekki var talið fært í Árneshrepp, en búið var að moka frá Árnesi til Djúpavíkur þannig að íbúar hreppsins komust á kjörstað. Fimm björgunarsveitarmenn á tveimum jeppum og með tvo vélsleða fóru frá Drangsnesi kl 16.00 og gekk ferðin sæmilega greiðlega.
Þetta kemur fram á www.strandir.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Litla-Ávík 10-03-2008.
  • Langa súlan á leið upp.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Vefumsjón