Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. apríl 2005 Prenta

Bridgesmót í Félagsheimilinu Trékyllisvík.

Þátttekendur á mótinu.
Þátttekendur á mótinu.
Bridgesmót var haldið í Félagsheimilinu Trékyllisvík í gær 24. apríl. Ellefu félagar úr Bridgesfélagi Hólmavíkur kom hingað norður í blíðskapar veðri.
Nú átti að kenna búunum bridges eins og hún er spiluð fyrir Sunnan,
menn voru farnir að kvíða fyrir þessari heimssókn en sumir vildu ekkert með þetta hafa á meðan aðrir létu sig hafa það.
Spilað var tvímenningur og spiluðu átta pör. Úrslit fóru þannig, fyrsta sæti urðu Guðbrandur Björnsson og Kristján Albertsson með 106 stig, Ingimundur Pálsson og Karl Björnsson með 95 stig, Björn Torfason og Guðmundur Þorsteinsson með 94 stig, Björn Pálsson og Hannibal með 85 stig, Maríus Kárason og Hrólfur Guðmundsson með 84 stig, Áskell Benediktsson og Lýður Magnússon með 75 stig, Jón Stefánsson og Már Ólafsson með 72 stig, Gunnsteinn Gíslason og Ágúst Gíslason með 55 stig.
Félagarnir færðu heimamönnum spilabakka og aðrar gagnlegar upplýsingar um keppnisbridge. Þótti þetta framtak takast vel og færum við þeim bestu þakkir fyrir komuna. Frétt og mynd Bjarnheiður Fossdal.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Bergistanga 15-01-2011.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
Vefumsjón