Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. ágúst 2015 Prenta

Búið að leggja slitlagið.

Klæðning á planinu við kaupfélagið.
Klæðning á planinu við kaupfélagið.
1 af 2

Í gær tókst Borgarverki ehf að leggja seinni umferðina á þessa vegaspotta í Árneshreppi fyrir Vegagerðina nema við Hótel Djúpavík, þar er einungis komið fyrra lagið, það tókst ekki í gær vegna bleytu, enn tókst í Trékyllisvík, við Mela smá spotti, og í Norðurfirði frá botni Norðurfjarðar og út í Kaupfélag og planið á milli Kaupfélagsins og Kaffi Norðurfjarðar. Fyrst stóð til að leggja aðeins að afleggjaranum við Steinstún en Vegagerðin fékk viðbótarfé til að fara alveg út að Kaupfélagi. Það hefur gengið ílla að fá þurran dag til að leggja klæðninguna á vegina. Þannig að nú er komið bundið slitlag á nokkra vegarspotta í Árneshreppi í fyrsta sinn í sögunni. Sjá fyrri frétt um undirbúning Vegagerðarinnar vegna bundins slitlags.

http://litlihjalli.is/frettir/Vegagerdin_undirbyr_kafla_undir_klaedningu/

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Naustvík 17-08-2008.
  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
Vefumsjón