Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. júní 2010 Prenta

Byggir smáhýsi.

Búið er að slá upp fyrir grunnum að tveim húsum.
Búið er að slá upp fyrir grunnum að tveim húsum.
1 af 2
Arinbjörn Bernharðsson húsasmíðameistari frá Norðurfirði er að hefja framkvæmdir við byggingu smáhýsa í Norðurfirði sem leigð verða ferðamönnum. Húsin verða 25fm að stærð með 1 herbergi, stofu með eldhúskrók og baði. Húsin verða með svefnaðstöðu fyrir fjóra og búinn helstu eldhúsáhöldum.

Einnig er verið að standsetja tjaldstæði með rafmagni fyrir húsvagna og fellihýsi auk þess sem útbúin verður aðstaða í hlöðunni með snyrtingum, grill- og nestisaðstöðu. Þá verður eldra sumarhús í boði en þar er aðstaða fyrir 6-8 manns.

Einnig er búið að gera deiliskipulag fyrir jörðina fyrir 17 smáhýsi.

Nú er búið að slá upp fyrir tveim grunnum.

Það er Ferðaþjónustan Urðartindur sem rekur þessa þjónustu. Unnið er að gerð heimasíðu vegna þessa,
www.urdartindur.is

Nánari upplýsingar fást í síma 843 8110 eða á netfanginu urdartindur@urdartindur.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Saumaklúbbur á Bergistanga 15-01-2011.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
Vefumsjón