Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. júlí 2011 Prenta

Claus Sterneck með sýningu í gömlu síldarverksmiðjunni.

Claus Sterneck í sýningarsalnum.Mynd Ágúst Atlason.
Claus Sterneck í sýningarsalnum.Mynd Ágúst Atlason.
Þriðja árið í röð er Claus Sterneck með sýningu á ljósmyndum sínum í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Að þessu sinni er sýningin í raun tvískipt, annarsvegar 200+ ljósmyndir („200+ pictures") valdar af handahófi af öllum þeim óteljandi fjölda sem Claus hefur tekið á undanförnum árum á Íslandi, bæði í Reykjavík og nágrenni, sem og í Djúpavík og Árneshreppi. Hinn hluti sýningarinnar er samsettur af ljósmyndum og hljóði því sem í umhverfinu hljómaði á þeirri stundu sem myndin var tekin („Pictures - and their sounds"). Myndin og hljóðið eru tekin á sama tíma og í mörgum tilfellum eru þetta hljóð sem við tökum vart eftir í daglegu lífi. Önnur hljóð eru sterkari og ákveðnari en öll verða þau sérstök þegar hlustað er á þau ásamt því að skoða myndirnar sem þeim fylgja.

Myndirnar á 200+ sýningunni eru allar til sölu og rennur ágóði af þeim til endurbyggingar gömlu síldarverksmiðjunnar. Einnig hefur Claus til sölu bók með myndunum og henni fylgir geisladiskur með hljóðum myndanna. Sýnishorn af myndum og hljóðum er hægt að finna á netinu í gegnum krækjur hér fyrir neðan og meiri uplýsingar um Claus og myndir hans einnig.

Sýningarnar eru opnar alla daga og standa til loka ágúst.

http://www.claus-in-iceland.com/
info@claus-in-iceland.com

Myndir og hljóð:
http://www.claus-in-iceland.com/pictures-and-their-sounds
Á Facebook:
http://www.facebook.com/claus.in.iceland

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
  • Krisján Guðmundsson komin með gröfuna til að grafa fyrir Orkubúið inntak.12-11-08.
  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
Vefumsjón