Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. september 2012 Prenta

DÖGUN Á LANDSBYGGÐARFLAKKI.

Farkosturinn er gömul ráðherrarúta sem gerð hefur verið upp og sérútbúin til útbreiðslu fagnaðarerinda.
Farkosturinn er gömul ráðherrarúta sem gerð hefur verið upp og sérútbúin til útbreiðslu fagnaðarerinda.

DÖGUN, stjórnmálasamtök, gera nú víðreist um landsbyggðina. Farkosturinn er gömul ráðherrarúta sem gerð hefur verið upp og sérútbúin til útbreiðslu fagnaðarerinda. Í ferðinni munu liðsmenn DÖGUNAR kappkosta að kynna nýja stjórnarskrá

og hvetja sem flesta til að mæta á kjörstað þann 20. okt.  Rútumálaráðherra er hinn kunni kosningasmali, Guðmundur Jón Sigurðsson, en margir hafa gist þinggeymzlur fyrir hans tilstilli. Meðal farþega ráðherrarútunnar eru Guðjón Arnar Kristinsson, Þór A Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, Þorvaldur Gylfason, formaður SANS, Kristjana Hreinsdóttir, Skerjafjarðarskáld ofl Ráðherrarútan verður  á Ísafirði sunnudaginn 30. september og býður þeim sem vilja í súpufund í hádeginu í Edinborgarhúsinu. Samkvölda verður hugvekja í félagsheimilinu á Þingeyri og hefst hún kl.20.00 .Fundum stýrir Lýður Árnason og eru allir velkomnir. Segir í tilkynningu frá Dögun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Veiðileysa-11-09-2002.
  • Þórólfur vinnur við að setja rafmagnsdósir og rör.04-04-2009.
Vefumsjón