Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. júlí 2010 Prenta

Dansleikur í Trékyllisvík á laugardagskvöld.

Hljómsveitin Blek og byttur.Myndin er frá Þorkeli og Diddú.
Hljómsveitin Blek og byttur.Myndin er frá Þorkeli og Diddú.
1 af 2

Um verslunarmannahelgina komandi verður stórdansleikur í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.

Það er hin stórvinsæla hljómsveit Blek og byttur sem eru sérfræðingar í landsbyggðarskröllum sem leika fyrir dansi bæði gömlu og nýju dansana laugardagskvöldið 31 júlí.

Dansleikurinn hefst kl 23:00 og stendur dansleikurinn til kl 03:00 eftir miðnætti.

Miðaverðið er aðeins 2.500 kr.

Hljómsveitina skipa sex tónlistarmenn sem eru úr öllum geira tónlistar og vel þekktir sem slíkir.

Einn hljómsveitarmanna er engin annar en Þorkell Jóelsson tónlistarmaður,en hann er eiginmaður hinnar frábæru Sigrúnar(Diddú) Hjálmtýsdóttar söngkonu.

Nú er komin tími til að taka fram dansskóna og mæta á dansleik í Trékyllisvík!..
Þorkell og Sigrún voru svo vinsamleg að láta vefnum í té mynd af hljómsveitarmönnum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2020 »
« Maí »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Naustvík 17-08-2008.
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
Vefumsjón