Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. ágúst 2010 Prenta

Djúpavíkurdagar 13 til 15 Ágúst.

Hótel Djúpavík.Mynd © Fanny Heidenreich.
Hótel Djúpavík.Mynd © Fanny Heidenreich.
1 af 2
Nú um næstu helgi eru hinir árlegu Djúpavíkurdagar 13.-15.ágúst.  Eins og venjulega verður fundið upp á ýmsu fyrir alla fjölskylduna.

Þar verða hverskyns tónleikar og listsýningar í gangi að venju.

Meðal annarra kemur hljómsveitin Hraun fram með Svavar Knút  í fararbroddi.

Í ár fagnar Hótel Djúpavík 25 ára afmæli sínu.Og var ýmislegt gert í dagskrá sumarsins vegna þessa tímamóta Hótels Djúpavíkur.

Ekta fjölskylduhátíð framundan á Hótel Djúpavík um næstu helgi.

 

Hér er svo dagskrá Djúpavíkurdaga:

 

Föstudagur 13.ágúst.

Kl. 19:00-21:00 Á þessu föstudagskvöldi bjóðum við upp á óhefðbundið kvöldverðar-hlaðborð.

 

Kl. 22:00 Kvöldkaffi í boði hótelsins.

 

Kl. 23:00 Kvöldferð í verksmiðjuna í fylgd með Héðni, sennilega fyrsta skoðunarferð sem farin hefur verið að kvöldi til þar í gegn.

 

Laugardagur 14.ágúst.

Kl. 11:00 Kerlingar fleyttar í fjörunni fyrir framan hótelið.  Tekst okkur að setja heimsmet í að fleyta kerlingar í þetta sinn?????

 

Kl. 14:00  Víkingaspilið:  Leikur sem farið verður í á grasflötinni framan við hótelið. Hentar öllum aldurshópum.

 

Kl. 16:00  Sjóferð á Djúpfara.

 

Kl: 18:00  Opnun sýningar Anthony Bacigalupos og Tim L. Scafers í verksmiðjunni.

 

Kl. 19:00  Hefst okkar fræga fiskréttahlaðborð sem verður óvenju glæsilegt að þessu sinni.  Verð er kr. 4.000,-  Svavar Knútur og Hraun munu taka nokkur lög á meðan á borðhaldi stendur.

 

Kl. 22:00 Tónleikar Hrauns og Svavars Knúts verða fjörugir samkvæmt venju. Aðgangseyrir er kr. 1.500,-

 

Kl. 00:00  Samkomulok verða samkvæmt hefðinni og verður sungið og spilað fram á nótt ef veður ofl. leyfa.

 

Sunnudagur 15.ágúst.

Kl. 14:00  Hið marglofaða kökuhlaðborð hótelsins

 

Kl. 21:30  Rúsínan í pylsuendanum verður svo kvöldvökustemning með trúbadúrunum Svavari Knúti og Jona Byron frá Ástralíu.  Notaleg kvöldstund fyrir alla.

Einnig eru skemmtilegar sýningar sem standa yfir í Djúpavík:


"Áfram með smjörlíkið" eftir Hlyn Hallsson og Jónu Hlíf Halldórsdóttur.

"Pictures and their sounds" eftir Claus Sterneck

Ljósmyndasýning Boga Leiknissonar.                                                      

 

 

                                          

 

 

     

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Húsið 29-10-08.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
Vefumsjón