Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. ágúst 2014 Prenta

Djúpavíkurdagar 15.-17.ágúst 2014.

Hótel Djúpavík.Mynd Fanny Heidenreich.
Hótel Djúpavík.Mynd Fanny Heidenreich.
1 af 2

Á morgun byrja hinir rómuðu Djúpavíkurdagar á Hótel Djúpavík sem eru svona eins og uppbót á sumarið og töðugjöld sumarsins,þar sem hótel rekendur  og starfsfólk er að fagna góðu og miklu ferðamannasumri eins og undanfarin ár með miklum glæsibrag. Og þakka fyrir frábært sumar með gestum sínum sem voru ekki færri í sumar en undanfarin ár þrátt fyrir rigningarsumar. Á Hótel Djúpavík er boðið upp á allt það besta í mat og drykk að venju og ekki síður en venjulega. Einnig verður fundið upp á ýmsu fyrir alla aldurshópa og fjölskyldur,því þetta er hátíð fyrir alla aldurshópa,yngstu sem elstu. Annars er dagskráin þessi á Djúpavíkurdögum:

 

Föstudagur 15.ágúst.

 

Boðið er upp á hlaðborð með ýmsu góðgæti úr eldhúsi Ítala..kl. 19:00

 

Magga og saxófónninn hennar ætla að skemmta með tónleikum í tónlistartanknum. Nú er tækifærið fyrir þá sem ekki hafa upplifað kyngimagnaðan hljómburðinn í tanknum að koma og njóta á staðnum. kl. 22:00

 

Héðinn Birnir býður upp á skemmtilega vasaljósaferð um verksmiðjuna á miðnætti. Þeir semhafa farið í þessa ferð vita hversu skemmtileg hún er,þið hin ættuð að skella ykkur með í þetta skipti.

 

Laugardagur 16.ágúst.

 

Það er nokkuð tvísýnt með veðrið á laugardaginn,en farið verður í bátsferð á Djúpfara ef veður leyfir. Ef ekki, höfum við upp á að hlaupa skemmtilegan leik sem farið verður í inni í síldaversmiðjunni í staðinn.

 

Árlegt fiskihlaðborð þar sem bryddað er upp á ýmsum nýjungum verður svo kl.19:00.

 

Svavar Knútur tónskáld og trúbadúr skemmtir okkur frá kl. 22:00


Og svo verður deginum lokið með hefðbundnum hætti, en þó með nýju í vafi á miðnætti.00:00

 

Sunnudagur 17.ágúst.

 

Djúpavíkurdögum lýkur með hefðbundnum hætti með kökuhlaðborði sem hefst kl. 14:00

 

Hótel rekendur og starfsfólk langar til að sjá ykkur sem flest um þessa þakkargjörðahátíð Hótels Djúpavíkur.

 

                                                                                        

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
Vefumsjón