Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. desember 2011 Prenta

Dýralækni vantar á þjónustusvæði 2.

Oft þurfa bændur hjálp dýralæknis vegna búfénaðar síns.
Oft þurfa bændur hjálp dýralæknis vegna búfénaðar síns.
Matvælastofnun hefur auglýst eftir dýralækni til að taka að sér almenna dýralæknisþjónustu á þjónustusvæði 2 en innan þess fellur Dalabyggð, Reykjahólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Bæjarhreppur. Gerður verður þjónustusamningur við viðkomandi dýralækni í samræmi við reglugerð um dýralæknisþjónustu í dreifðum byggðum.

Skammt er síðan gerður var þjónustusamningur um dýralæknisþjónustu á svæðinu við Hjalta Viðarsson dýralækni og dýralæknisþjónustu hans Fjóra fætur ehf. Hjalti sagði í samtali við Bændablaðið að ástæða þess að hann segði upp samningnum nú væri sú að hann væri að flytja búferlum og gæti þar af leiðandi ekki sinnt svæðinu. Hann vonaðist hins vegar til að góður dýralæknir vildi taka við starfinu í framhaldinu.
Umsóknarfrestur vegna stöðunnar er til 13. janúar nk. og skal umsóknum skilað til Matvælastofnunar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Bærin Íngólfsfjörður-24-07-2004.
Vefumsjón