Fleiri fréttir

| laugardagurinn 12. júlí 2008 Prenta

Einar Kristinn á ferð í Árneshreppi

Jón Guðbjörn færir ráðherranum ljósmynd af Drangaskörðum.
Jón Guðbjörn færir ráðherranum ljósmynd af Drangaskörðum.
Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var á ferð í Árneshreppi á fimmtudag og föstudag. Ráðherrann fundaði með heimamönnum í Kaffi Norðurfirði á föstudagsmorgun, enda fáir stjórnmálamenn sem þekkja jafn vel til málefna Árneshrepps og Einar Kristinn.

Fyrsta verk Einars var að skoða ummerki á Finnbogastöðum, en í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er einmitt sameiginleg áskorun Einars, Guðna Ágústssonar og Össurar Skarphéðinssonar um stuðning við endurreisn Finnbogastaða.

Ráðherrann heimsótti Kört og kom meðal annars við á Bæ og Árnesi, og var boðinn í kvöldverð hjá oddvitahjónunum á Krossnesi. Hann var í góðu yfirlæti á Hótel Djúpavík, og hélt svo vel sóttan og efnismikinn fund í Kaffi Norðurfirði, sem fyrr sagði.

Margt bar á góma, en ljóst að samgöngu- og fjarskiptamálin eru mest aðkallandi í flestra hugum hér um slóðir.

Í lok fundarins færði Jón Guðbjörn Guðjónsson ráðherranum ljósmynd af Drangaskörðum, sem tekin var á sólríkum vordegi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Kort Árneshreppur.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
Vefumsjón