Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. júlí 2017 Prenta

Ekkert nema óþurrkur.

Búið er að slá allt í Litlu-Ávík, en talsvert órúllað.
Búið er að slá allt í Litlu-Ávík, en talsvert órúllað.
1 af 2

Bændur fengu vætu í hey sín í gærkvöldi sem var tilbúið til að rúlla. Það tókst reyndar að rúlla dálítið á Steinstúni, síðan var byrjað að rúlla á svonefndu Hjallatúni í Litlu-Ávík, og var það klárað, en komin súld um tíuleitið, það tún var klárað, en hætt var við tún sem átti að rúlla líka, enn þar liggur hey í görðum. Á Melum átti að rúlla, en þar liggur hey í flekkjum. Búið er að slá allt heima í Litlu-Ávík, og er verið að slá hjáleiguna Reykjanesið sem er á milli Litlu-Ávíkur og Gjögurs. Einnig eru bændur á Kjörvogi búin að slá allt. Mjög góð spretta er.

Þetta er bara alltaf óþurrkur, hægviðri, þokuloft og oft einhver úrkoma, og mjög rakt í veðri. Nema þegar gerði þessa suðaustan flæsu þann sautjánda, og var þá rúllað fram á nótt, og náðist þá vel þurrt hey í rúllur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Borgarísjaki austan við Selsker 16-09-2001.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
Vefumsjón