Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. mars 2012 Prenta

Endurbætur á fjarskiptabúnaði Vaktstöðvar siglinga.

Kort er sýnir útbreiðslu VHF eftir breytingarnar ásamt sendi  og móttökustöðum.
Kort er sýnir útbreiðslu VHF eftir breytingarnar ásamt sendi og móttökustöðum.

Nýlokið er verulegum endurbótum á fjarskiptabúnaði Vaktstöðvar siglinga í Skógarhlíð. Framleiðandi fjarskiptabúnaðarins, austuríska fyrirtækið Frequentis, uppfærði hugbúnað kerfisins og bætti verulega notkunarmöguleika þess. Miðlægur búnaður var stækkaður til að hægt væri að bæta inn þremur nýjum sendi- og móttökustöðum á metrabylgju ( VHF DSC), en þessir staðir eru Bæir á Snæfjallaströnd, Húsavíkurfjall og Gunnólfsvíkurfjall. Fjarskiptaviðmót í Vaktstöð siglinga var einnig einfaldað og gert notendavænna. Eftirfarandi bætur á kerfinu komu inn við þessar breytingar: Vaktstöðin getur tengt saman Tetra fjarskipti og VHF fjarskipti við björgunarstörf þannig að hægt er að hafa samband við skip á VHF í gegnum ákveðinn talhóp í Tetra stöð. Hægt er að velja saman á milli- eða stuttbylgju (MF / HF) sjö móttökustaði og átta sendistaði að vild eftir aðstæðum. Þessi sveigjanleiki getur nýst vel ef skilyrði eru slæm. Notkun DSC viðmóts var einfaldað og gert fullkomnara Tíðnilista VHF breytt þannig að nota má senda Landhelgisgæslu við endurvarpa björgunarsveita. Nýlega var VHF DSC sendir á Hofsósi fluttur á Tindastól sem eykur langdrægi sendisins verulega. Þetta kemur fram á vef Siglingastofnunar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
  • 24-11-08.
  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
Vefumsjón