Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. janúar 2011
Prenta
Enn hækkar rafmagn.
Verðskrá Orkubús Vestfjarða fyrir raforkudreifingu hækkaði um 6% nú um áramótin. Hækkunin er tilkomin vegna verðhækkana á erlendum aðföngum og annarra verðlagshækkana. Þá hækkaði verðskrá OV fyrir hitaveitur einnig um 6% nú um áramótin af sömu orsökum.
Orkustofnun, sem fer með eftirlitshlutverk með tekjumörkum flutnings- og dreifiveitna, hefur yfirfarið hækkunina og staðfest að hún sé innan tekjuheimilda sem Orkubú Vestfjarða hefur skv. raforkulögum. Þá hefur iðnaðarráðuneytið staðfest hækkun á verðskrá OV fyrir hitaveitur og auglýst hana í stjórnartíðindum.
Nýjar verðskrár má finna á www.ov.is