Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. júlí 2010 Prenta

Enn röskun á ferðum á Hornstrandir.

Sædísin ÍS kemur stundum við á Dröngum á Ströndum í ferðum sínum.
Sædísin ÍS kemur stundum við á Dröngum á Ströndum í ferðum sínum.
Enn og aftur gerir veður strik í reikninginn með ferðir með ferðafólk á Hornstrandir með Sædísinni frá Norðurfirði,enda liggja allar víkur norður á Ströndum fyrir opnu hafi og því ekki hægt að athafna sig nema í sæmilegu veðri.Norðaustan allhvass var í gær með tilheyrandi sjógangi,í dag er vindur Norðlægari en útifyrir er NA með stinningskalda og talsverðum sjó.Er því ekkert ferðaveður, veðurspáin er slæm fyrir daginn í dag en þegar lýður nær helgi er ágætis veðurspá.
Á vefsíðu Sædísarinnar segir að í fyrsta lagi að hægt verði að fara ferð norður á Strandir á morgun.
Sædísin fór 2 ferðir á mánudag í ágætis veðri og fluttu um 60 manns. 
Síðast varð röskun á ferðum á Hornstrandir vegna veðurs í síðustu viku.
Allar upplýsingar um ferðir má sjá á vefsíðu Sædísarinnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Veggir feldir 19-06-2008.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
Vefumsjón