Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. apríl 2011 Prenta

Er þitt heimili vel merkt?

Umslag sem hefur verið sent til heimila.
Umslag sem hefur verið sent til heimila.
Fréttatilkynning:
Næstu daga mun Pósturinn senda bréf á flest heimili landsins fyrir utan fjölbýlishús eða um 55 þúsund heimili þar sem tilkynnt verður að frá 15. maí næstkomandi verða aðeins afhentar sendingar sem stílaðar eru á þá sem merktir eru á lúgu eða póstkassa heimilisins. Þessi vinnuregla hefur ávallt verið viðhöfð til íbúa fjölbýlishúsa og verður því engin breyting þar á.

Pósturinn vill tryggja að allir landsmenn fái eingöngu þann póst sem þeim er ætlaður. Margir þekkja það áreiti og fyrirhöfn sem hlýst af því að fá annarra manna póst inn á sitt heimili og einnig ef póstur berst ekki til réttra aðila. Því er mikilvægt að allir íbúar heimilisins séu vel merktir til að póstur berist til þeirra og sé ekki endursendur til sendanda.
Nánar hér hja Póstinum.
Hjá póstinum er hægt að skoða hvað þú getur gert í merkingum og þar með leiðbeint póstinum við sína vinnu,að dreifa póstinum til þín Hjá Póstinum geta allir fengið hurðar-eða póstkassamerkingar á verði þar sem öllu er stillt mjög í hóf.
Skoðið hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Slydda en áfram reist.27-10-08.
  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
Vefumsjón