Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. október 2010 Prenta

Erfitt var að koma mölunarsamstæðunni norður.

Í Urðunum verður harpað 3.000,rúmmetrar,enn í heild á fjórum stöðum 12.000.rúmmetrar.
Í Urðunum verður harpað 3.000,rúmmetrar,enn í heild á fjórum stöðum 12.000.rúmmetrar.
1 af 3
Það voru miklar tilfæringar og fésin hjá verktakafyrirtækinu Tak-Malbik í Borgarnesi, að koma mölunar og hörpunarsamstæðunum norður sem sér um mölun og hörpun á yfirkeyrsluefninu fyrir Vegagerðina hér norður í Árneshreppi.

Menn urðu að selflytja þessi stóru tæki yfir brýr og eða fara á vaði yfir nokkrar ár því ekki var talið að brýr mundu þola  þennan mikla þunga,allt uppí 40.tonn.Síðan að setja tækin aftur á dráttarvagna.

Taks-menn byrjuðu á föstudag í síðustu viku að koma tækjunum norður og komust með síðasta tækið á sunnudagskvöld.

Nú er byrjað að mala og harpa efni í svonefndum Hlíðarhúsum við Urðarfjall,þar sem vegurinn liggur til Norðurfjarðar,og einnig verður malað efni við Gjögur og Byrgisvík og einnig Sýruvík sem er fyrir sunnan Kaldbaksvíkurkleyf eða fyrir norðan Eyjar í Kaldrananeshreppi.Malað verður 3.000 rúmmetrar á hvorum stað eða 12.000 rúmmetrar í heild.

Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík hefur aldrei verið malað eins mikið efni í Strandaveg 643 fyrr.
Aldrei hefur komið svona stór mölunarsamstæða fyrr norður í Árneshrepp til að mala og harpa malarefniefni fyrir Vegagerðina.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Naustvík 10-09-2007.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
Vefumsjón