Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. júlí 2013 Prenta

Ernir sína Árneshreppsbúum lítilsvirðingu.

TF-ORB.Þetta er áætlunarvélin á Gjögur í dag,þegar hún kemst.
TF-ORB.Þetta er áætlunarvélin á Gjögur í dag,þegar hún kemst.
1 af 2

Flugfélagið Ernir hafa ekki staðið sig vel með áætlunarflugið á Gjögur í Árneshreppi. Í sumar hefur verið flogið aðeins einu sinni í viku eins og hefur verið gert nú undanfarin ár,og sem reglur gera ráð fyrir í fjóra mánuði á ári,og þá flogið á mánudögum því póstur kemur með flutningabíl á miðvikudögum. Ernir hafa flogið á pínulitilli rellu í þetta áætlunarflug sem ekki getur flogið í blindflugi frá Reykjavík til Gjögurs. Nú í sumar hefur verið mikið dimmviðri bæði fyrir sunnan og á flugleiðinni norður á Gjögur,en oftast hefði þetta gengið með flugvél sem er útbúin blindflugstækjum. Síðan eru Ernir duglegir í því að aflýsa flugi strax ef ekki er fært á brottfarartíma ákveðnum. Út yfir allt tekur að ef farþegar ætla að komast með þá eru þeir aðeins látnir borga tryggingagjald,hversvegna.? Í fyrra vissi fréttamaður litlahjalla að farþegar fengu frítt far norður og sagt að þeir færu með á sína eigin ábyrgð,hversvegna.?  Á veturna er flugfélagið Ernir með leiguflugvél frá Mýflugi til að fljúga til Gjögurs,en sú vél er útbúin blindflugstækjum,þá eru miklar vöruflutningar því flutningabíll er þá hættur keyrslu. Það flug hefur nú gengið nokkuð sæmilega fyrir sig,þótt aflýst sé flugi oft of snemma ef eitthvað er að veðri.

Nú hefur Flugfélagið Ernir ríkisstyrk til að fljúga til Gjögurs og eins eru þeir með styrk til að flytja póstinn,og hljóta að þurfa að sína góða þjónustu,farþegar eru þeirra plús. Nú er hreppsnefnd Árneshrepps búin að skrifa innanríkisráðherra,sem fer með samgöngumál,bréf um þessi flugsamgöngumál við hreppinn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Kristín í eldhúsinu.
Vefumsjón