Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. júní 2014 Prenta

Eva Sigurbjörnsdóttir nýr oddviti Árneshrepps.

Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra,nýr oddviti Árneshrepps.
Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra,nýr oddviti Árneshrepps.
1 af 2

Í kvöld fimmtudaginn 19. júní hélt ný hreppsnefnd Árneshrepps sem kjörin var í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí,sinn fyrsta fund. Aðalmál nýrrar hreppsnefndar var kosning nýs oddvita og vara oddvita. Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra á Hótel Djúpavík var kjörin sem nýr oddviti hreppsins og Ingólfur Benediktsson Árnesi 2 sem vara oddviti. Aðrir í hreppsnefnd eru Guðlaugur Agnar Ágústsson bóndi á Steinstúni,Hrefna Þorvaldsdóttir húsmóðir og matráður Árnesi 2 og Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri Árnesi 2. Þess má geta að Hrefna og Elísa eru mæðgur. Og þrjár konur skipa nú hreppsnefnd Árneshrepps og eru því í meirihluta.

Varamenn í hreppsnefnd Árneshrepps sem voru kosnir þann 31. maí eru þessir: Gunnar Dalkvist bóndi Bæ,Sveindís Guðfinnsdóttir bóndi og flugvallarvörður Kjörvogi,Bjarnheiður Júlía Fossdal húsmóðir og bóndi Melum 1,Ingvar Bjarnason bóndi og smiður Árnesi 2 og Pálína Hjaltadóttir húsmóðir og bóndi Bæ. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Ísrek í Ávíkinni
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
Vefumsjón