Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 29. janúar 2012 Prenta

Eva í Djúpavík Strandamaður ársins 2011.

Eva Sigurbjörnsdóttir er Strandamaður ársins 2011.
Eva Sigurbjörnsdóttir er Strandamaður ársins 2011.
Úrslit á kosningu um Strandamann ársins liggja nú fyrir eftir æsispennandi kosningu. Þegar atkvæði höfðu verið talin var niðurstaðan sú að Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstjóri á Hótel Djúpavík fær þennan titil og heiðurinn sem honum fylgir. Eva hefur ásamt Ásbirni manni sínum rekið Hótel Djúpavík frá árinu 1985. Þau eru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Ströndum og hafa sýnt ótrúlega þrautseigju og úthald við reksturinn. Eva hefur heldur betur látið til sín taka í baráttu fyrir málefnum Árneshrepps, byggðinni þar og samgöngum, er í sveitarstjórn og virk í stjórnmálastarfi.

Eva tók tíðindunum af kosningunni ljómandi vel, þegar ritstjóri strandir.is hafði samband við hana til að færa henni tíðindin og vildi koma á framfæri bestu kveðjum til Jóns Halldórssonar og Arnars Jónssonar sem voru keppinautar hennar í síðari umferð kosningarinnar. Nánar á www.strandir.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Naustvík 11-09-2002.
  • Guðbrandur vinnur í milliveggjum í svefnálmu.02-02-2009.
  • Steinstún-2002.
  • Þórólfur vinnur við að setja rafmagnsdósir og rör.04-04-2009.
  • Platan steypt.01-10-08.
Vefumsjón