Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. nóvember 2021 Prenta

FRUMDRÖG AÐ HEILSÁRSVEGI YFIR VEIÐILEYSUHÁLS KYNNT.

Starfsfólk Vegagerðarinnar ásamt hluta sveitarstjórnar Árneshrepps. Ljósm. Skúli Gautason.
Starfsfólk Vegagerðarinnar ásamt hluta sveitarstjórnar Árneshrepps. Ljósm. Skúli Gautason.

Starfsfólk Vegagerðarinnar kom í Norðurfjörð á Ströndum og kynnti frumdrög að heilsársvegi yfir Veiðileysuháls fyrir sveitarstjórn Árneshrepps. Almenn ánægja með drögin og spunnust áhugaverðar umræður þar sem heimamenn deildu reynslu sinni af snjósöfnun á fyrirhuguðu vegstæði. Einnig voru rædd næstu skref til að bæta vegasamgöngur við Árneshrepp, m.a. gerð vegar yfir Naustvíkurskörð. 

Framundan eru margskonar rannsóknir á Veiðileysuhálsi, umhverfismat og frekari hönnun, m.a. leggur Vegagerðin mikið upp úr því að safna skuli fræjum þeirra gróðurtegunda sem fyrir er á svæðinu og nýta þau síðan til að græða upp þau sár sem óhjákvæmilega myndast við slíkar framkvæmdir. Þannig fellur vegurinn mun betur inn í umhverfið. Helsta viðfangsefnið í hönnun þessa vegar verður að tryggja að sem minnstur snjór safnist á veginn og því verða skeringar að vera aflíðandi. 

Gerð heilsársvegar yfir Veiðileysuháls hefur gríðarmikla þýðingu fyrir búsetu og atvinnulíf í Árneshreppi. Á dögunum var ákveðið að færa Árneshrepp úr sk. G-reglu í F-reglu í tilraunaskyni sem gerir það að verkum að þeirri einangrun sem hreppurinn hefur þurft að búa við yfir veturinn er aflétt. 

Vegagerð yfir Veiðileysuháls er samkvæmt samgönguáætlun fyrirhuguð á árunum 2024 og 2025. Starfsfólk Vegagerðarinnar vonaðist þó til að öllum rannsóknum, hönnun og annarri undirbúningsvinnu yrði lokið á næsta ári svo vonandi verður hægt að flýta framkvæmdum um eitt ár

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
  • Bátar í Litlu-Ávík.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:25-04-2009.
Vefumsjón