Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. mars 2012 Prenta

Fækkaði um einn hjá HVE á Hólmavík.

Heilsugæsla Hólmavík.Mynd Ingimundur Pálsson.
Heilsugæsla Hólmavík.Mynd Ingimundur Pálsson.

Starfsmönnum á starfseiningum HVE hefur fækkað um 66 frá árslokum 2009 þegar tekið er tillit til ráðstafana sem þegar hafa verið ákveðnar á þessu ári. Heildar samdráttur fjárveitinga nemur um 500 milljónum króna þetta tímabil. Samdráttur fjárveitinga hefur verið óverulegur á heilsugæslusviði HVE og leggst því fyrst og fremst á sjúkra- og öldrunarsvið og nemur í raun um 25% á núvirði. Flestum starfsmönnum fækkar á Akranesi eða 42 talsins, 13 starfsmönnum í Stykkishólmi, 11 á Hvammstanga og 1 á Hólmavík.
Á  Akranesi og Hvammstanga er breytingin einkum fólgin í fækkun almennra starfsmanna og sjúkraliða en í Stykkishólmi í umsýslustörfum, t.d. á skrifstofu, ritaraþjónustu, afgreiðslu. Heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi sameinuðust 1. janúar 2010. Segir í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • Frá brunanum.
Vefumsjón